Um Sóleyju

Sóley er 39 ára. Hún er borgarfulltrúi Reykvíkinga, ritari Vinstri grænna, konan hans Aarts, mamma Önnu og Tomma, dóttir Tomma og Gunnu, systir Þóru og Kristínar, frænka fjölda fólks og vinkona enn fleiri. Sóley nýtur þeirra forréttinda að vera í fullu starfi við að vinna að hugsjónum sínum.

IMGP1423

Hér er Facebooksíða Sóleyjar og formlegri upplýsingar fylgja í kjölfarið:

Sóley er fædd í Reykjavík 12. maí 1974. Hún er dóttir Guðrúnar Jónsdóttur og Tómasar Jónssonar. Sóley er gift Aart Schalk viðskiptafræðingi og á með honum tvö börn, Önnu, f. 1999 og Tómas, f. 2002. Þau búa að Hofsvallagötu 59.

Námsferill
BA í uppeldis- og menntunarfræðum frá Háskóla Íslands 1998
Stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1994
Grunnskólapróf úr Digranesskóla 1989

Starfsferill
Borgarfulltrúi 2009-
Varaborgarfulltrúi 2006-2009
Deildarstýra barnasviðs í Miðbergi 2004-2007
Framkvæmdastýra Auglýsingastofu Skaparans 2002-2004
Rannsóknastjóri Hvíta hússins (síðar ABS-fjölmiðlahúss) 2000-2002
Sérfræðingur hjá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands 1998-2000
Stundakennari í Aðferðafræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, vor 1999 og 2000
Lánasjóðsfulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1997-1998
Stuðningsfulltrúi á sambýlinu Byggðarenda 6 með námi 1996-1998
Leiðbeinandi í Lommedalen skole, Noregi 1994-1995

Ritstörf
Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, Forlagið 2002 (ein fjögurra ritstýra).

Almenn félagsstörf
Fjölmörg ábyrgðarstörf af ýmsu tagi fyrir félagasamtök.

Pólitískur ferill
Ritari Vinstrihreyfingarinnar Græns framboðs 2007-
Ráðskona í Femínistafélagi Íslands 2006-2008
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands 2005-2007
Vinnuhópur um gerð Mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar 2005-2006

Nefndarstörf
Borgarráð
Skipulagsráð
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur
Forsætisnefnd

Á síðasta kjörtímabili sat Sóley í umhverfis- og samgönguráði, leikskólaráði, menningar- og ferðamálaráði, framkvæmda- og eignaráði, íþrótta- og tómstundaráði og mannréttindaráði þar sem hún gengdi formennsku í tíð hundraðdagameirihlutans.