19. júní. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Takk.

Til hamingju með daginn. Dag þar sem við fögnum sjálfsögðum réttindum, lítum yfir farinn veg, hugsum til allra kvennanna sem syntu á móti straumnum og þökkum fyrir allt það sem þær hafa fært okkur. Dag þar sem okkur ber skylda til að meta stöðuna og horfa til framtíðar – á þau verkefni sem verða að vinnast til að samfélagið okkar geti talist raunverulega réttlátt.

Fyrir sléttu ári síðan stóðum við hér og fögnuðum aldarafmæli kosningaréttarins, mitt á byltingarárinu mikla. Í fyrra var ár beauty-tips byltingarinnar – árið sem konur töluðu – árið sem samfélagsmiðlar urðu óhugnarlega gulir og appelsínugulir þegar konur opinberuðu reynslu sína af kynbundnu ofbeldi. Í fyrra spruttu upp femínistafélög í grunn- og framhaldsskólum og í fyrra unnu Elsku stelpur Skrekk.

Afmælis- og byltingarárið 2015 var í grunninn gjöfult og gott. Áræðnin, samstaðan og róttæknin hafði áhrif – hugarfarsbreyting átti sér stað og fleiri lögðu málstaðnum lið.

Borgarstjórn lagði líka sitt af mörkum. Við fögnuðum árunum 100 með 100 viðburðum, stórum og smáum í samstarfi við grasrótarsamtök, stofnanir, fyrirtæki ogeinstaklinga. Og við gerðum það sem í okkar valdi stóð til að bregðast við ákalli byltingarinnar um sanngjarnara og öruggara samfélag með stofnun ofbeldisvarnarnefndar og undirbúningi að samhæfðari og stórbættri þjónustu við þolendur ofbeldis.

En við verðum að halda áfram. Við megum ekki láta deigan síga. Öll ár verða að vera byltingarár og við verðum að muna að þó við syndum á móti straumnum, munu barnabörnin okkar vonandi líta á baráttumál samtímans sem sjálfsögð réttindi í framtíðinni.

Þar sem ég hef lagt minn síðasta krans að leiði Bríetar ætla ég að leyfa mér að vera örlítið persónuleg.

Að vera femínísk kona í pólitík er eins og að vera fiskur – því eins og við vitum, þá berast aðeins dauðir fiskar með straumnum.

Straumur feðraveldisins er stöðugur og oft þungur. En það er þess virði að synda gegn honum – og hver veit nema einn góðan veðurdag náum við í lygna tjörn þar sem fólk af öllum kynjum getur unað öruggt og sælt saman.

Að þessu sögðu langar mig að þakka Bríeti fyrir hennar sundsprett. Samtíðarkonum hennar líka og öllum þeim konum sem hafa synt í kjölfarið allt fram til þessa dags. Ég vil þakka rauðsokkunum, kvennaframboðs- og kvennalistakonunum og öllum þeim fjölda grasrótarsamtaka sem hafa lagt sitt af mörkum til að gera þetta samfélag betra fyrir okkur öll og gert okkur kleift að stinga okkur til sunds og halda baráttunni áfram.

Síðast en ekki síst vil ég þakka fyrir að hafa fengið að vera þess heiðurs aðnjótandi að leggja hér kransa undanfarin fjögur ár – og fyrir að hafa fengið að taka sundspretti í fljóti feðraveldisins á vettvangi borgarstjórnar.

Það vill til að feðraveldisfljótið er víðfeðmt og ég mun án efa stinga mér til sunds á öðrum stað áður en langt um líður.

En þangað til þá – takk fyrir okkur elsku Bríet – þú mátt treysta því að við gefumst ekki upp, við munum tryggja barnabörnum okkar sjálfsögð réttindi svo þau geti haldið áfram í átt að tjörninni góðu.

Til hamingju með daginn kæra samkoma – áfram stelpur!

Ávarpið var flutt við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur þann 19. júní 2016

 

17. júní. Jón Sigurðsson.

Hér erum við samankomin til að votta Jóni Sigurðssyni virðingu okkar og þakklæti fyrir þá baráttu sem hann og samferðafólk hans háði fyrir frelsi okkar, sjálfstæði og lýðræðislegu réttindum.

Lýðveldið Ísland er friðsælt 330þúsund manna samfélag á fallegri eyju sem er rík af náttúruauðlindum. Samfélag sem öðlaðist sjálfstæði án stríðs eða blóðsúthellinga og hefur allt til alls þrátt fyrir að vera landfræðilega afskekkt. Samfélag sem er auðvitað ekki fullkomið – heldur samfélag sem okkur ber að halda áfram að þróa og bæta. Við verðum stöðugt að stuðla að auknu jafnrétti, meiri sanngirni og bættum hag okkar allra. Það er sameiginlegt verkefni okkar, skylda okkar gagnvart sögunni og komandi kynslóðum.

Okkur ber að standa vörð um auðlindirnar, söguna og menningararfinn í anda Jóns og samferðafólks hans.

En okkur ber að gera meira en það.

Þó samfélagið okkar sé landfræðilega afskekkt, þá er það hluti af stærra samhengi. Ísland er hluti af samfélagi þjóða. VIÐ erum hluti af samfélagi þjóða og við berum ábyrgð sem slík.

Það hafa ekki allar þjóðir öðlast sjálfstæði án blóðsúthellinga. Það búa svo sannarlega ekki allir á friðsælum eyjum sem eru ríkar af náttúruauðlindum. Ísland, þetta litla og alls ekki fullkomna samfélag, er samfélag sem allt of margt fólk getur bara látið sig dreyma um að tilheyra.

Tugmilljónir fólks er á flótta í heiminum, fólk eins og við, fólk eins og Jón. Fólk sem flýr harðstjórn og ofríki, stríð og ofbeldi, þurrka og hungursneyð. Frelsi, sjálfstæði og lýðræðisleg réttindi eru sannarlega ekki sjálfsögð og það eru ekki allir svo heppnir að geta vottað 18. aldar manni virðingu sína og þakklæti með kransi.

Frelsi okkar, sjálfstæði og lýðræðislegu réttindi eru ekki takmörkuð auðlind. Þvert á móti. Þeim mun fleiri sem fá notið þeirra, þeim mun betra.

Ég þykist þess fullviss að væri Jón á lífi í dag, væri hann ákafur baráttumaður fyrir sanngjarnari heimi. Að fleiri fengju að njóta þeirra forréttinda sem við höfum hér á Íslandi.

Á sama tíma og við stöndum vörð um auðlindirnar, söguna og menningararfinn, skulum við standa vörð um sanngirni og réttlæti. Það þýðir að við verðum að axla ábyrgð og leyfa fleirum að njóta alls þess góða sem okkar ágæta samfélag hefur uppá að bjóða. Við verðum að á móti þeim sem hingað leita – og gera það vel. Hjápa fólki í neyð. Svo einfalt er það.

Um leið og við vottum Jóni virðingu okkar skulum við hugsa til allra  þeirra sem aðeins geta látið sig dreyma. Þökkum Jóni fyrir hans framlag – en heitum því að gera allt sem í okkar valdi stendur til að fleiri fái notið þess sem lýðveldið Ísland hefur uppá að bjóða.

Gleðilega þjóðhátíð.

Ávarpið var flutt við leiði Jóns Sigurðssonar á 17. júní 2016.

Slut Walk 2015

Slogans of the day: I will not be silent and I will stand by you

Dear gathering – dear “sluts”.

I don’t want to spend the short time I have here to compliment or thank you. You should know that you are fabulous and that I adore you and everything you have been doing the last year.

You are role models, you are encouragement, you are inspiration and you are a provoke. You are a revolution. I can shout out my admiration for you until I lose my voice, but it won’t change anything.

I love you – believe me. But now I’m going to speak about gender based violence as a political subject, what can be done and must be done.

Gender based violence is not a personal tragedy, single incidents or bad luck. It affects individuals – of all genders – but it is first and foremost a social construct – a social tumour.

Gender based violence is a real threat to women on daily basis.

It is the cruellest symptom of gender inequality. It is built on systematic discrimination and has been sheltered with a tacit agreement for centuries.

Gender based violence thrives in a society of dichotomy, where girls and boys are given different roles from early childhood, where femininity is based on properness and passivity and masculinity is based on authority and aggression.

Gender based violence thrives in a society where pornification is not criticised, where the line between sex and violence is unclear, where “rough sex” and “she wanted it” are seen as believable explanations for rape.

Gender based violence thrives in a society of double standards. Where girls are taught to be sexy and cute – but not too sexy or too cute. Slutty, but not sluts.

Gender based violence thrives in a society that discriminates when it comes to capital, power and attention, where men are in majority in parliament, in government and in the justice system.

Gender based violence thrives in a society where the seriousness of a crime is defined from the white, heterosexual men’s perspective.

Gender based violence thrives in a society where victims are silenced, where support and counselling is based on voluntary acts and where pressing charges is assumed to be a bigger crime than the crime itself.

Gender based violence thrives in a society of silence – in a society where every attempt of the victims, their friends and families, activists and politicians to break the silence is actively silenced.

Gender based violence thrives in the shelter of silence.

I will not be silent.

Victims are not silent anymore – it is not enough to whisper, rely on anonym self-help-groups or closed web-groups.

To define the reality from the privileged perspective and live in a blissful ignorance is not an option anymore.

It is time to stop protecting the society from the reality – from itself and the rape culture it has created.

Your revolution has replaced the silence with a loud demand for change, for action, for a better society.

The shelter of silence does not exist anymore. The revolution has commenced – but it is not over. It is our turn, victims, friends, families, activists and politicians, to unite and do what must be done.

The revolution must enter the City hall, it must enter the parliament, the health care system, the justice system, the police, social services and the schools. The revolution must flow through the entire society and make future proved changes.

That’s why we cannot be silent. That’s why we must unite.

Just like gender based violence is not about individuals, the silencing is not about individuals. It is systematic. Gender based violence is a taboo. Victims are supposed to be silent. Politicians are supposed to be silent and focus on different and more important issues. Real politics.

But I will not be silent. I will stand by you.

For me as a politician, those two sentences are intertwined. I will stand by you, by not being silenced.

All the spin-doctors of the world may try to convince you that I hate my son, that I am stupid or incredibly boring. I will not be silent.

All the internet may burst in flames, it’s commentators can condemn me and my opinions. I will not be silent.

People may hate my focus, my actions and my spirit. I will not be silent.

I can take threats and defamation. I will not be silent.

And to those of you who are always telling me to broaden my focus – that politics are about so many other things than feminism. I am so sorry. I will not be silent.

The revolution is personal and the revolution is systematic.

We will not let the patriarchy define politics. Politics are about many different things – but they should all involve feminist perspective.

During the city planning, we must reconsider the focus on tunnels and alleys and focus more on light and security in urban design. That serves people of all genders.

We must ensure participation and visibility of diverse people of all genders in sport, culture and take actions against the gender based stereotypes limiting the choice of people of all genders.

The social service must take the needs and experience of people of all genders into account – and why on earth does people with disabilities have to live with a constant threat of violence while being served in their daily life?

Last but not least, must we teach gender studies throughout the educational system – where children are taught to analyse and be critical towards the written and unwritten roles of the society.

We need to change the world. Together. You started. We – the politicians – must listen. And understand. And act. And if we don’t – you must go crazy. That’s the essence of the grassroots-politics partnership.

The City council has made some improvements – thanks to you. A special council of Violence prevention has been established and its first proposals are almost ready. Our measures against domestic violence have been proven to work and many smaller actions and initiatives have been agreed upon.

We need to do better. We have to change the whole society and deal with small and large things that are all connected.

Different ice-creams for boys and girls. G-string pants for little girls. Sexual messages on children’s clothing, princess and superhero costumes, pop songs praising sexual violence and pornified popstars. Those are not trivial. They are puzzles in a larger picture – a picture of a society that objectifies girls from early childhood.

And when the advice and message from grownups are added to this picture – when girls are told to be compliant and decent, in contrast with the social expectations of them being slutty but not sluts – than the picture is clear.

Picture of a society that objectifies girls from early childhood on, where gender based violence is a non-issue. A picture of a society that makes victims responsible for gender based violence.

This is an ugly picture – and it harms all of us.

Dear “sluts”

Once upon a time, women’s suffrage was considered a utopic dream. Today some might think that the idea of a violence-free society is a utopic dream. That’s nonsense. A violence-free society is a self-evident and normal demand – and we will never give up.

This is a wonderful day – and there is no reason to give up. I am grateful and hopeful. I am grateful for the suffrage, for the hospitals, for the day care system and for the abortion law – the things our ancestresses brought to us. I am hopeful because I am looking at all of you – thousands of young women who will continue the fight for as long as it takes.

Thank you for bothering. Thank you for the revolution. Thank you for the demands, for the provoke, for the encouragement and for the endless power, spirit and energy. Thank you for everything.

Thank you!

Drusluganga 2015

Kæra samkoma – kæru druslur.

Ég tími ekki verja takmörkuðum tíma mínum hér í að hrósa ykkur eða þakka. Þið vitið hvað þið eruð frábær –og að þið eigið skilyrðislausa aðdáun mína fyrir allt það sem þið hafið verið að standa fyrir í vetur.

Þið eruð fyrirmyndir, þið eruð hvatning, þið eruð innblástur og þið eruð ögrun.  Þið eruð bylting. Ég get hrósað ykkur þangað til ég verð hás – en það mun ekki breyta neinu.

Ég elska ykkur – trúið mér.

Nú ætla ég að vinda mér í efnið – ég ætla að nýta tímann til að tala um kynbundið ofbeldi sem viðfangsefni stjórnmálanna – það sem er hægt að gera og það sem verður að gera.

Kynbundið ofbeldi er ekki persónulegur harmleikur, stakar uppákomur eða óheppni. Það bitnar vissulega á einstaklingum – af öllum kynjum – en það er fyrst og fremst samfélagslegt mein.

Kynbundið ofbeldi er raunveruleg ógn í daglegu lífi íslenskra kvenna.

Það er ljótasta birtingarmynd kynjamisréttis. Það byggir á kerfislægri mismunun kynjanna og hefur viðgengist í þegjandi sátt frá örófi alda.

Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi sem leggur ríka áherslu á aðgreiningu stelpna og stráka og ætlar þeim ólík hlutverk – þar sem konum er ætluð prúðmennska og passívitet á meðan körlum er ætluð ákveðni og aggressjón.

Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi þar sem klámvæðing fær að grassera gagnrýnislaust og óáreitt – þar sem efast er um mörkin milli kynlífs og ofbeldis – þar sem “harkalegt kynlíf” og “hún vildi það” þykja trúverðugar skýringar á nauðgun.

Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi hinna tvöföldu skilaboða. Þar sem stelpum er kennt að vera sexí og sætar – en ekki of sexí og ekki of sætar. Druslur en samt ekki.

Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi þar sem aðgengi kynjanna að fjármagni, valdi og athygli er ójafnt, þar sem karlar eru í meirihluta á þingi, í ríkisstjórn og í dómskerfinu.

Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi þar alvarleiki glæpa er skilgreindur og metinn út frá reynsluheimi gagnkynhneigðra hvítra miðaldra karla.

Kynbundið ofbeldi þrífst þar sem þolendum er sagt að bera harm sinn í hljóði, þar sem ráðgjöf og stuðningur við þolendur er alfarið á ábygrð grasrótarsamtaka og þar sem nauðgunarkæra þykir alvarlegri glæpur en nauðgunin sjálf.

Kynbundið ofbeldi þrífst í samfélagi þöggunar – í samfélagi sem beitir miskunnarlausri þöggun á þolendur, aðstandendur, aktívista og stjórnmálafólk ef það sýnir minnstu tilburði til að ógna stöðugleika þagnarinnar.

Kynbundið ofbeldi þrífst í skjóli þagnar.

En ég mun ekki þegja.

Þolendur eru hættir að bera harm sinn í hljóði – þeir hvísla ekki lengur sín á milli og þeir láta ekki sjálfshjálparhópa og lokuð vefsvæði duga.

Þar með er það ekki lengur í boði að skilgreina veruleikann út frá eigin forréttindum, loka augunum og lifa í blissfúl ignorans.

Það er kominn tími til að við hættum að hlífa samfélaginu fyrir sjálfu sér og nauðgunarmenningunni sem það hefur alið af sér.

Í stað þagnar sem áður stóð vörð um ofbeldið hefur byltinginn sett fram háværa kröfu um breytingu – um aðgerðir – um betra samfélag.

Skjólið er ekki lengur til staðar – byltingin er hafin – enhenni er hvergi nærri lokið. Nú er komið að okkur – þolendum, aðstandendum, aktívistum og stjórnmálafólki – að standa saman og halda fast á málum!

Byltingin þarf að ná inn í Ráðhúsið – hún þarf að ná inn í þinghúsið – inn í stjórnarráðið – inn í heilbrigðiskerfið – dómskerfið – lögregluna – félagsþjónustuna – skólana. Byltingin þarf að flæða um allt samfélagið og breyta því til framtíðar.

Þess vegna megum við ekki þegja. Við verðum að standa saman.

Rétt eins og kynbundið ofbeldi snýst ekki um persónur – þá er þöggunin ekki einstaklingsbundin – hún er kerfislæg. Kynbundið ofbeldi er tabú. Þolendum er gert að þegja. Stjórnmálafólk á að halda kjafti og einbeita sér að öðrum og mikilvægari málum. Alvöru stjórnmálum.

Ég mun ekki þegja. Ég mun standa með þér.

Fyrir mig sem stjórnmálakonu eru þessar tvær setningar órofa heild. Ég mun standa með ykkur með því að láta ekki þagga niður í mér.

Allir heimsins spindoktorar geta reynt að halda því fram að ég hati son minn – að ég sé heimsk eða sjúklega leiðinleg. Ég mun ekki þegja.

Öll heimsins kommentakerfi mega loga og fordæma mig og skoðanir mínar. Ég mun ekki þegja.

Fólk má fordæma smámunasemi mína, baráttuaðferðir og viðfangsefni. Ég mun ekki þegja.

Ég get tekið á móti meiðyrðum og hótunarbréfum. Ég mun ekki þegja.

Og þið sem eruð alltaf að segja mér að ég þurfi að breikka mig sem pólitíkus – og að stjórnmál snúist nú um svo margt annað en femínisma. Sorrý. Ég mun ekki þegja.

Byltingin er persónuleg og byltingin er kerfislæg.

Við munum ekki láta feðraveldinu eftir skilgreiningarvaldið á stjórnmálum. Í stjórnmálum tökumst við á við fjölbreytt verkefni – en það erufemínískar hliðar á þeim öllum.

Við skipulag borgarinnar verðum við að útiloka undirgöng og skuggasund og gæta að lýsingu og hönnuntil að stuðla að auknu öryggi og vellíðan allra kynja.

Við þurfum að tryggja sýnileika og þátttöku allra kynja í íþrótta- og menningarlífi og brjóta upp staðalmyndir kynjanna.

Velferðarþjónustan verður að taka mið af þörfum og aðstæðum allra kynja og andskotakornið – af hverju getum við ekki tryggt að fatlað fólk fái tilhlýðilega þjónustu án þess að eiga það á hættu að vera beitt ofbeldi?

Síðast en ekki síst verður að innleiða kynjafræði á öllum skólastigum – þar sem börnum er kennd gagnrýnin  greining á samfélaginu og skilaboðum þess, fjallað er um staðalmyndir, tilfinningar, ofbeldi, fordóma og gagnrýna hugsun.

Við þurfum að breyta heiminum. Saman. Þið byrjuðuð. Við pólitíkusarnir verðum að hlusta. Og skilja. Og bregðast við. Og ef við gerum það ekki verðið þið að brjálast. Þannig virkar samstarf okkar. Er það díll?

Borgarstjórn er reyndar aðeins byrjuð – þökk sé ykkur. Ofbeldisvarnarnefnd hefur verið sett á laggirnar og fyrstu tillögur um forvarnarstarf verða lagðar fram í haust. Stóraukin áhersla er lögð á að uppræta heimilisofbeldi og mörg smærri verkefni eru þegar í gangi.

Auðvitað þurfum við að gera miklu miklu meira. Við þurfum að breyta öllu samfélaginu í stóru og smáu því þetta helst allt í hendur.

Stelpu- og strákaísar – gstrengur fyrir börn – kynferðislegar áletranir á barnafötum – prinsessu- og ofurhetjubúningar – dægurlög sem upphefja kynferðisofbeldi og klámvæddar poppstjörnur. Þetta eru ekki smáatriði. Þetta eru púsl í stórri mynd – mynd af samfélagi sem hlutgerir stelpur frá unga aldri.

Og þegar svo við bætast umvandanir frá foreldrum um að klæða þig ekki eins og drusla – að vera prúð og siðsamleg þrátt fyrir stöðuga hvatningu um annað – er myndin fullkomnuð.

Mynd af samfélagi þar sem hlutgerir stelpur frá unga aldri – þar sem kynbundið ofbeldi þrífst óáreitt. Mynd af samfélagi sem gerir þolendur ábyrga fyrir kynbundnu ofbeldi.

Þetta er ljót mynd og hún er vond fyrir okkur öll.

Elsku druslur.

Einu sinni þótti kosningaréttur kvenna fjarstæðukenndur. Í dag þykir sumum ofbeldislaust samfélag fjarstæðukennt. Það er rugl. Ofbeldislaust samfélag er sjálfsögð og eðlileg krafa og við munum ekki gefast upp.

Í dag er góður dagur – og engin ástæða til að gefast upp. Ég er bæði þakklát og full af bjartsýni. Ég er þakklát fyrir kosningaréttinn og kjörgengið og spítalann og leikskólana og fóstureyðingalöggjöfina – og ég er bjartsýn af því hér eru ungar konur sem munu aldrei gefast upp.

Takk fyrir að standa í þessu öllu saman. Takk fyrir að rjúfa þögnina. Takk fyrir að gera kröfur, takk fyrir að ögra og hvetja og gefast ekki upp. Takk fyrir mig.

Takk.

 

 

 

Versta hugtak í heimi

Fórnarlambsvæðing er mögulega versta hugtak í heimi. Það hefur talsvert verið notað gegnum tíðina og notkun þess hefur jafnvel verið að aukast. Hugtakið lýsir fullkomnu skilningsleysi á aðstæðum og aðgerðum kvenna og jafnréttisbaráttunni í heild sinni.

Fórnarlambsvæðing er algengt viðkvæði þegar konur tala upphátt um misrétti sem þær eða kynsystur þeirra verða fyrir, sama á hvaða sviði það er. Konur eru vinsamlegast (eða jafnvel ekkert sérstaklega vinsamlega) beðnar um að vera ekki svona kvartandi og kveinandi. Það geri lítið úr konum.

Þessi viðbrögð hafa jafnvel aukist upp á síðkastið í kjölfar Beauty tips-byltingarinnar. Til viðbótar við hefðbundnar efasemdir og vantraust, sem konur mæta þegar þær segja frá reynslu sinni, virðist sem samfélagið geti ekki horfst í augu við umfang ofbeldisins. Því koma fram vangaveltur um hvort hér sé nú ekki verið að ýkja eitthvað, það geti nú ekki verið að allar þessar konur hafi orðið fyrir raunverulegu ofbeldi, konur verði nú að geta hrist af sér óþægilegar uppákomur án þess að kalla það ofbeldi í stað þess að vera í þessu ömurlega fórnarlambshlutverki. Í framhaldinu hefjast svo umræður um það hvort ekki sé verið að gera raunverulegum þolendum grikk með því að skilgreina hvað sem er sem ofbeldi og hvort það þurfi nú ekki að draga einhver mörk svo hægt sé að fást við alvarlegu málin.

Þetta er galið. Fyrir það fyrsta getur enginn sagt annarri manneskju hvort hún hafi orðið fyrir ofbeldi eða ekki, mörk og upplifun fólks eru og verða persónuleg og því fær enginn breytt. Aðalmálið er þó það að þolendur ofbeldis upplifa sig alls ekki sem fórnarlömb þegar þeir loksins segja frá. Þvert á móti. Markmið frásagnarinnar er einmitt valdefling, að losa sig við skömmina, ábyrgðina og fórnarlambshlutverkið.

Sömu sögu er að segja um konur sem tala upphátt og opinskátt um þöggun, um kynbundinn launamun, um áreitni eða annað misrétti sem þær verða fyrir eða verða varar við. Þessar konur eru ekki að biðja um vorkunn, þær eru ekki að biðja um aðstoð, þær eru ekki að biðja um hjálp. Þær eru að skilgreina og þær eru að breyta. Þær neita að láta kynbundinn launamun viðgangast í samfélaginu, þær vilja jafna aðgengi kynjanna að völdum og fjármunum, þær vilja frið, öryggi og jafnrétti.

Að kalla það fórnarlambsvæðingu þegar konur taka sér vald, rými í umræðunni og breyta samfélaginu eru örvæntingarfull varnarviðbrögð feðraveldisins gagnvart því sem raunverulega er að gerast. Konur eru að taka sér pláss, breyta og bæta – þær eru ekki fórnarlömb, þær eru gerendur!

Greinin birtist hér 24. júní 2015

19. júní. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Blóm.

Ágæta samkoma

Nú færum við Bríeti blóm. Þannig heiðrum við minningu hennar og þökkum fyrir það sem hún og samferðakonur hennar lögðu af mörkum til að við gætum haldið baráttunni áfram.

Þetta er í fimmta skiptið sem við færum Bríeti blóm sem þakklætisvott frá Reykvíkingum – og þriðja skipti sem mér hlotnast sá heiður að leggja hann hér. Það er auðvitað sérlega hátíðlegt að vera hér í dag, á sjálfu aldarafmælinu.

Ég hef samt oft velt því fyrir mér hvað Bríeti myndi þykja um þessa athöfn. Ætli hún fylgist einhvers staðar með –  full af stolti – eða þætti henni kannski tíma okkar betur varið með öðrum hætti?

Því er svo sem ekki auðsvarað – en til öryggis er rétt að geta þess að í Ráðhúsinu í dag verður dagskrá á vegum ungra femínista undir yfirskriftinni “Engin helvítis blóm” – hvað sem Bríeti kann að hafa þótt um slíka orðanotkun.

Blóm eða ekki blóm? –Að vera eða ekki vera? –Hvað er það sem þessir femínistar vilja eiginlega? –Er nema von að fólk spyrji? –Sér í lagi þegar hátíðarhöldin snúast bæði um skrúðgöngur og mótmælagöngur, um blóm og ekki blóm, um kórasöng og rapp og pöbbkviss og fóstureyðingsögur og stórtónleika og ávörp – og í raun allt milli himins og jarðar?

Hin margslungnu hátíðarhöld eru til marks um margbreytileika kvenna sem allar leggja sitt af mörkum – hver með sínum hætti. –Sterkar, hugrakkar og kraftmiklar konur sem þora geta og vilja.

Þess vegna verð ég að segja – að hugtakið fórnarlambsvæðing, sem er sem æ oftar kemur upp í umræðunni – er mögulega versta hugtak í heimi.

Að tala um að femínisminn fórnarlambsvæði konur – að segja konum að vera eki svona kvartandi og kveinandi – að vera ekki stöðugt að tala um misrétti og hvað þær eigi bágt – er fullkominn misskiliningur á stöðu og aðstæðum kvenna – og kvennabaráttunni í heild sinni.

Þannig er það – sama hvað hver segir. Konur sem benda á misrétti og krefjast breytinga eru hugrakkar og sterkar. Konur sem segja frá reynslu sinni af ofbeldi er hugrakkar og sterkar. Konur sem neita að láta mismuna sér eru hugrakkar og sterkar. Þær eru ekki fórnarlömb, þær biðja ekki um vorkunn, þær biðja ekki um hjálp. Þær eru gerendur – þær breyta.

Framganga þessara kvenna snýst einmitt um að hafna fórnarlambshlutverki í kynjuðu samfélagi – og krefjast breytinga.

Ágæta samkoma.

Þessi krans er handa sterkri konu. Konu sem var umdeild og óþægileg fyrir íhaldssamt og kynjað samfélag – konu sem breytti. Hann er líka smá handa konunum sem vilja engin blóm án þess að ég ætli að segja þeim frá því – og hann er líka handa okkur hinum sem viljum bæði byltingar og blóm.

Í dag fögnum við hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna. Baráttunni er hvergi nærri lokið. Sterkar konur halda áfram með og án blóma. Einn góðan veðurdag munum við svo vonandi fagna raunverulegu jafnrétti. Fyrr gefumst við ekki upp.

Til hamingju með daginn – með árin hundrað – til hamingju kjark, dug og þor. Áfram stelpur.

Ávarpið var flutt við leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur 19. júní 2015.

17. júní. Jón Sigurðsson. Beauty tips.

Gleðilega þjóðhátíð.

Það er mér sannur heiður að fá að leggja krans á leiði Jóns Sigurðssonar. Hann er tákn um þakklæti Reykvíkinga til hans og samferðafólks hans sem tryggði sjálfstæði okkar Íslendinga.

Í dag fögnum við sjálfstæði og gleðjumst yfir lýðræðislegum réttindum. Á okkar hátt, hvert og eitt.  Fjölbreytt dagskrá er í boði fyrir okkur öll en við getum að sjálfsögðu hannað okkar eigin. Í dag hefur hópur fólks kosið að nýta sín lýðræðislegu réttindi og koma pólitískum skilaboðum til stjórnvalda.

Þannig er lýðræðislegt samfélag. Svona er Reykjavík. Fjölbreytt samfélag einstaklinga með ólíkar skoðanir sem kjósa að verja þjóðhátíðardeginum með ólíkum hætti rétt eins og öllum öðrum dögum.

En ágæta samkoma. Okkar sjálfstæða og að mörgu leyti góða lýðveldi er ekki fullkomið og ég væri hvorki sjálfri mér né Jóni Sigurðssyni trú ef ég stæði hér til þess eins að mæra samfélagið. Lýðræðið krefst stöðugrar rýni og þróunar enda verður það aldrei fullkomnað.

Í dag er lýðveldið 71 árs og eftir tvo daga hafa konur haft kosningarétt í 100 ár. Það er sannarleg fagnaðarefni, rétt eins og sú staðreynd að hvergi mælist meira jafnrétti í heiminum en hér á Íslandi. Enn er þó langt í land. Á Íslandi er kynbundinn launamunur, það hallar á konur í stjórnmálum, í fjölmiðlum og í atvinnulífi og kynbundið ofbeldi er daglegt brauð.

Þessu þarf að breyta. Jón barðist ekki fyrir stöðnun ekki frekar en konurnar sem nú krefjast breytinga í gegnum Beauty tips byltinguna. Í frjálsu og lýðræðislegu samfélagi verða konur og karlar að standa jafnfætis. Ekki bara að forminu til, heldur líka í atvinnulífi og stjórnmálum að ekki sé talað um einkalífið.

Í raun má segja að ofbeldislaust samfélag sé forsenda lýðræðis. Virk þátttaka krefst þess að fólk, konur jafnt sem karlar, geti óttalaus gert það sem þeim sýnist, sagt það sem þeim sýnist og haft áhrif þá og þegar þeim sýnist – bæði í einkalífi eða á vettvangi hins opinbera.

Brýnasta verkefni samfélagsins í dag er að tryggja frið og öryggi. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra. Við getum tryggt frið sem einstaklingar með því að koma fram hvert við annað af nærgætni og virðingu. Grasrótarsamtök og fylkingar skapa samstöðu, valdeflingu og hugarfarsbreytingu og stuðla þannig að friði og öryggi. Stjórnvöldum ber svo að bregðast við kröfunni með réttarbótum og forvarnarstarfi. Þannig getum við í sameiningu útrýmt kynbundnu ofbeldi og skapað forsendur fyrir raunverulega lýðræðislegri þátttöku okkar allra.

Um leið og þessi krans er þakkætisvottur til Jóns Sigurðssonar fyrir baráttu hans vil ég tileinka hann stelpunum okkar sem nú eru að berjast, Beauty tips byltingunni og framtíðarhetjum lands og þjóðar sem krefjast þess að við hlustum, breytum og bætum.

Til hamingju með daginn. Gleðilega þjóðhátíð.

Ávarpið var flutt við leiði Jóns Sigurðssonar 17. júní 2015

Resilient cities – gendered view

Dear Guests.

It is a great pleasure to be with you here in Reykjavík. The previous conferences of the capitals have been both useful and enjoyable, and we’ve tried our best to make sure that this year’s conference will be no exception.

This year’s theme, resilient cities, is particularly relevant these days and it’s urgent that the Nordic countries do everything in their power to react and adapt to the shifts that climate change is bringing upon us.

Awaiting us are interesting lectures and discussions about, on the one hand, what we can do to counteract the climate change, and on the other, about the best ways for us to respond to the climate change’s inescapable effects.

We must shoulder the responsibility of the climactic issues ‒ and as the mayor already said, we, the inhabitants of Reykjavík will place great emphasis on more density and reduce the use of fossil fuel.

In addition, a declaration of partnership between the municipalities has been drafted, wherein we commit ourselves to the reduction of greenhouse gas emissions, to limiting the impact of the rising sea level and to prevent ocean acidification.

Resilient cities are good cities. Resilient cities must be responsible and sustainable. Sustainable in every sense of the ideology ‒ they must be sustainable regarding the environment, the economy, and the society.

100 years of womens vote 

On the 19th of June, one hundred years will have passed since women gained the right to vote in Iceland. This will be celebrated in various ways all over the country, and the city of Reykjavík will stage hundred events to commemorate those hundred years.

The objective of those events is to celebrate the advances that have been made and to encourage further progress in the field of gender equality, but also to increase the role of women and feminism in the public sector.

One of these events will take place later today, during the open segment of this conference. During that event we will treat the role and position of women in with regard to greenhouse gas emissions, ocean acidification and women in the sciences.

And last but not least, our beloved former president, Vigdís Finnbogadóttir, will deliver a talk entitled “Listen to the women of the world”. And I hope you will do as she says.

Needless to say, no particular landmark-event should be required in order for us to turn our eyes towards the position of women ‒ it should of course be a natural part of all politics. Gender sensitive politics are better politics.

I will not dwell further on the subject of today’s seminar ‒ but instead reflect on the ways in which we can contribute to the resilience of our cities, with regard to gender- and human rights perspectives.

The impact will be unfair

We know that climate change is one of the biggest tasks facing authorities and societies all over the world. Climate change will have different effects on different parts of the world, different effects on different communities and different effects on different groups living within different communities.

And we also know that, however unfair that may be, climate change will have a greater impact on developing countries than on the developed ones, and that the impact will be more severely felt among the poorer parts of the population than on the richer ones, in all countries.

Natural disasters and societal shocks have greater consequences for people and nations that are disadvantaged than for those who are better off. –And the more minority groups people belong to, the greater the consequences.

Therefore: The effects will be felt more among women than men ‒ but also women in developing countries will suffer more than women in the Nordic states ‒ if nothing will be done to prevent it.

Fortunately, the public debate on the effects of climate change on the situation of women in developing countries has increased considerably in recent years, where lack of access to water, fuel and food is bound to grow even worse – with the resultant hardship for women and children.

In a globalised world, we all share the responsibility and must all do our part to limit climate change, while at the same time contributing to improving the conditions of women in developing countries.

Also in the Western world?

But what about us? ‒ How is this related to the resilience of the rich capitals of the Nordic Region, where surveys show gender equality to be the highest in the world and where few people suffer privation? ‒ Is everything perfectly all right in our own homes ‒ or could it be that we need to take into consideration different positions, different opportunities and different rights of men and women in the work that lies ahead on improving the resilience

Yes, it could. And we must. Even though we can be grateful and proud of the current state of affairs in the Nordic capitals, the situation is far from perfect. If we are serious about all three pillars of sustainable development, then we must ensure equality and social justice – and at the same time focus on increasing responsibility in environmental and economic affairs.

According to a report, written on the subject of Women, Cities and Climate change for UN-Habitat in the year 2011, there are five key factors of gender discrimination that could even worsen if nothing is done in the wake of climate change:

1. Gender bias in power and decision-making

Women are under-represented in decision-making, in particular in executive positions in urban climate policy. Consequences include a male biased response and decision-making on important infrastructure and planning, which may lead to neglect women’s needs.

It is necessary ‒ and in our cities’ best interest ‒ that we guarantee that the proportion of men and women on election slates, in municipal councils and in all boards and committees is as equal as possible.  It is our duty to ensure that the views of both man and women can influence all decision-making.

2. Gender division of labour

In cities all over the world, women spend more time for care work and unpaid work, and work more often in the informal sector than men. Climate change will in many cases increase the work burden of women due to climate related shortages of water, fuel and food as I have already said.

But here in the Nordic Countries, it is safe to assume that unpaid work will increase first and foremost in the case of an economic downturn and cut-backs in the welfare system. In that way, childrearing, care and nursing could increasingly find its way into the homes and onto the shoulders of women.

It is necessary ‒ and in our cities’ best interests ‒ that we safeguard a fruitful and reliable welfare system which ensures that everyone receives adequate services, and that the workers employed with carrying out those services receive decent salaries for their efforts.

3. Gender gap in income and assets

In all countries, whether they are developing or developed, there is a gender gap in incomes as well as in assets.

This is also the case in all the Nordic countries and affects women’s opportunities to live with dignity and to deal with economic recessions, including those caused by climate change.

The gender wage gap is absolutely unacceptable. We, the city councils of the capitals are in a key position to eliminate it, having numerous means to that end at our disposal. It is necessary – and in our cities’ best interests that we do so.

4. Gender roles, stereotypes and cultural patterns

Gender roles affect, for instance, mobility, education, attitudes, and means of communication.

Gender stereotypes place limits on the liberty of men and women to actively participate in the society, to pursue education and to find work.

The derivative effects of climate change on societies can lead to those stereotypes becoming further exaggerated, especially if welfare systems and infrastructure are undermined or if we fail to take into account the different needs of citizens.

5. Safety

Gender-based violence affects the situation of women all over the world ‒ domestic violence, sexual harassment, rape, pornography, prostitution and human trafficking. With inequality on the rise and welfare systems weakening as a result of climate change, a further increase of violence is to be expected.

Gender-based violence is the ugliest manifestation of gender inequality. No forms of violence should be tolerated, and plans of action set to tackle gender-based violence are one of the most urgent tasks facing all authorities around the world.

It is necessary ‒ and in our cities’ best interests – that we face this challenge and do everything that we can to eliminate all forms of violence.

What I have briefly outlined here applies to a gendered society, but is no less useful when looking at the situation of other minority groups. Resilient cities demand social justice, where the status of the genders is as equal as possible and where the rights and needs of all minorities are respected and fulfilled.

Resilient cities

Resilient cities are cities where the participation of both men and women in politics and the economy is as equal as possible, and where men and women have the same opportunities to influence the society. Resilient cities are cities with a solid welfare system where decent salaries are paid for important work such as childrearing, care and nursing. Resilient cities are cities of equal wages and resilient cities are cities where men and women are free from the burden of stereotypes when it comes to choosing an education and a line of work. And last but not least, resilient cities are safe for men and women. Gender-based violence is not tolerated in a resilient city.

As privileged societies of the Western world, we are charged with great responsibility. It is our duty to keep on promoting equality, responsible economic policies and responsible conduct towards the environment and nature ‒ to promote cities that are even more resilient.

Here we are today ‒ having a dialogue about how we can turn our cities into better communities. I am convinced that we are all going to learn a lot and hopefully this is only the beginning of a cooperation concerning the important tasks awaiting us ‒ and that together we can make the entire world a slightly better place to live in.

Ávarpið var flutt við á opnun höfuðborgarráðstefnu Norðurlandanna þann 7. maí 2015.